Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Farsæl Öldrun - fjölmennur kynningarfundur á vegum Gróttu

13.2.2020

Íþróttafélagið Grótta hélt þriðjudaginn 11. febrúar fjölmennan kynningarfund á verkefninu Farsæl öldrun. Tilefnið var að Grótta og félagsstarf eldri bæjarbúa eru að taka höndum saman og bjóða eldri borgurum upp á markvissa hreyfingu í íþróttamannvirkjum Gróttu. Eva Katrín Friðgeirsdóttir íþróttafræðingur og yfirþjálfari hópfimleika hjá Gróttu mun sjá um þjálfunina.


Verkefnið hefst í byrjun næstu viku og stendur í 12 vikur. Kennt er í fjórum hópum og eru átta einstaklingar í hverjum hópi. Samkvæmt tilkynningu frá Gróttu þá fylltist strax í alla hópana og færri komust að en vildu. Það er von Gróttu að verkefnið takist vel og að framhald verði á því næsta haust.

https://www.grottasport.is/2020/02/11/farsael-oldrun/


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: