Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Upplýsingar vegna boðaðra verkfallsaðgerða Sameykis og Eflingar frá 9. mars og hafa áhrif á þjónustu Seltjarnarnesbæjar

6.3.2020

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu og Efling hafa boðað til verkfalls frá og með mánudeginum 9. mars. Verkföllin eru ýmist tímabundin eða ótímabundin og munu hafa margvísleg áhrif á þjónustu og starfsemi stofnana Seltjarnarnesbæjar, mismunandi eftir aðstæðum og dögum. 

Eindregið er vonast til að samningsaðilar nái samkomulagi þannig að ekki komi til skerðingar á þjónustu bæjarfélagsins en gerist það ekki þá eru hér helstu upplýsingar um fyrstu áhrif verkfallsaðgerðanna hefjist þau á mánudaginn 9. mars. Íbúar og starfsmenn eru hvattir til að fylgjast vel með fjölmiðlum auk þess sem tilkynningar verða settar inn á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar eftir því sem mál þróast á hverjum degi og þar til semst. 

Félagsþjónusta Seltjarnarnesbæjar:


Leikskóli Seltjarnarness:


Grunnskóli Seltjarnarness:
  • Komi til verkfalls félagsmanna Sameykis og Eflingar mun það hafa mikil áhrif á starfsemi grunnskólans. 
  • Kennt verður samkvæmt stundaskrá mánudaginn 9. mars en í kjölfarið má búast við skertum skóladögum.
  • Nánari upplýsingar eru hér í meðfylgjandi bréfi sem sent hefur verið út til foreldra og forráðamanna. 
  • Útsent bréf: Upplýsingar vegna boðaðra verkfalla - Grunnskóli Seltjarnarness

Skjól og Frístund:

Tónlistarskóli Seltjarnarness:
  • Engin röskun verður á tónlistarkennslu Tónlistarskólans.

Félagsstarf eldri bæjarbúa:

Þjónustumiðstöð Seltjanarnesbæjar 
  • Lokað verður frá og með 9. mars vegna verkfalls félagsmanna Sameykis og Eflingar.
  • Neyðarþjónusta verður veitt vegna veitna Seltjarnarnesbæjarins

Sundlaug Seltjarnarness:
  • Lokað verður í sundlauginni mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars komi til verkfalls Sameykis.

Bókasafn Seltjarnarness:
  • Lokað verður í bókasafninu frá kl. 15.00 mánudaginn 9. mars og frá kl. 16.00 þriðjudaginn 10. mars.

Bæjaskrifstofa:
  • Röskun verður á símsvörun og starfsemi þjónustuvers mánudaginn 9. og þriðjudaginn 10. mars.

Nýjar tilkynningar / fréttir verða settar inn á heimasíðuna eftir því sem tilefni gefst til. 
Fólk er ennfremur hvatt til að fylgjast með fjölmiðlum eins getið var hér í upphafi.


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: