Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Lokanir og breytingar á þjónustu Seltjarnarnesbæjar til að vernda viðkvæma einstaklinga:

7.3.2020

Samkvæmt nýjum tilmælum Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og embættis Landlæknis er varðar viðkvæma einstaklinga verður brugðið til eftirfarandi aðgerða hjá Seltjarnarnesbæ.

Lokanir og breytingar á þjónustu Seltjarnarnesbæjar til að vernda viðkvæma einstaklinga:

Fjölskyldusvið Seltjarnarnesbæjar lokar starfsstöðvum sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Er þetta gert með hliðsjón af neyðarstigi almannavarna vegna Covid-19 veirunnar og eru allir beðnir um að lesa og miðla áfram meðfylgjandi leiðbeiningum frá Landlækni:

Leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri sýkingu nýrrar kórónaveiru (COVID-19)

 

Fjölskyldusvið vinnur eftir mjög skýrum verkferlum, til dæmis hvað varðar leiðbeiningar til starfsfólks, íbúa og aðstandenda. Fjölskyldusvið lætur alla hlutaðeigandi vita um leið og hægt verður að hefja starfsemi að nýju. Öll önnur þjónusta sviðsins er órofin sbr. öll heimaþjónusta, heimahjúkrun, stuðningsþjónusta, í íbúðakjörnunum Skólabraut 3-5 og Eiðismýri 30 og sambýlinu Sæbraut 2. 

 

Breyting á fyrirkomulagi varðandi framreiðslu matar:

  • Matur verður ekki afgreiddur í matsal á Skólabraut 3-5 og Eiðismýri 30 heldur sendur beint til íbúa í einnota matarbökkum.

 

Eftirfarandi starfsstöðvum verður lokað:

Félagsstarf fjölskyldusviðs:

  • Skólabraut 3-5
  • Eiðismýri 30
  • Félagsstarf (gler) í Félagsheimili Seltjarnarness

 

Dagdvalir fyrir aldrað fólk:

  • Seltjörn hjúkrunarheimili

 

Skammtímadvalir fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga:

  • Í samráði við samstarfsaðila

 

Fyrirbyggjandi aðgerðir ítrekaðar

Það er aldrei of oft talað um fyrirbyggjandi aðgerðir sem eru; hreinlæti, þrif, tryggja gott aðgengi að handspritti, handsápu og pappírsþurrkum. Réttur handþvottur er talinn skipta miklu máli til að koma í veg fyrir smit og á það við um venjulega flensu líka. 

Allar nýjustu upplýsingar er að finna á vef Landlæknis: https://www.landlaeknir.is/koronaveira/

 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: