Tilkynning frá Neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar
Neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur verið að störfum í dag eins og undanfarna daga auk þess sem samráðsfundur SSH var haldinn en samráðshópurinn fundaði einnig í gær og mun funda aftur á morgun. Í dag var fyrst og fremst verið að ræða nánar tilhögun skólahalds í ljósi samkomubanns og tilmæla heilbrigðisráðherra frá því í gær. Unnið er hörðum höndum á öllum vígstöðvum og verða foreldrar og forráðamenn upplýstir um nákvæmt fyrirkomulag skólahalds á Seltjarnarnesi frá þriðjudeginum 17. mars um leið og ákvarðanir um skipulag liggja fyrir.