Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Aukin heimild til notkunar fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórna 

27.3.2020

Á bæjarstjórnarfundi miðvikudaginn 25. mars sl. lagði bæjarstjóri fram (málsnr. 2020030135) samþykkt frá Alþingi um aukna heimild til notkunar fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórnar:

Alþingi hefur samþykkt breytingar á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar.  Breytingarnar kveða á um að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku.  Þetta er gert til að bregðast við aðstæðum sem hafa skapast vegna Covid-19 kórónaveirufaraldursins. 

„Samkvæmt ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sem gildir til 18. júlí 2020, er sveitastjórnum heimilt að taka eftirfarandi ákvarðanir:

  • Að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefndum sveitarfélagsins, án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélags séu erfiðar eða mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins.
  • Að ákveða að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefndum sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði.
  • Að ákveða að valdsvið nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í samþykktum sveitarfélagsins.
  • Að fela fastanefnd eða einstökum starfsmönnum fullnaðarafgreiðslu tiltekinna mála sem varða ekki verulega fjárhag sveitarfélags og lög eða eðli máls mæla ekki sérstaklega gegn, þrátt fyrir að kveðið sé um annað í samþykktum sveitarfélagsins.
  • Að ákveða að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10 og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 15. janúar 2013, um ritun fundargerða, nr. 22/2013.

 

Bæjarstjórn samþykkir að heimilað verða að nota fjarfundarbúnað á fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda sveitarfélagsins og víkja frá skilyrði í 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnlaga þar sem áskilnaður er um miklar fjarlægðir eða erfiðar samgöngur innan sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn samþykkir að fundargerðir verði lesnar upp í í lok fundar og samþykktar. Fundargerðir skulu sendar fundurmönnum með tölvupósti og undirritaðar þegar nefndir koma að nýja saman samkvæmt hefðbundnu fundarformi.

Forseti bar upp tillöguna til samþykktar, samþykkt samhljóða, samþykkt þessi gildir til 18. júlí 2020, sbr. auglýsingu um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI:bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: