Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Frestun fasteignagjalda á íbúða- og atvinnuhúsnæði, lækkun ýmissa skólatengdra gjalda o.fl. ákveðið á fundi bæjarráðs í dag

31.3.2020

Í dag var samþykkt í bæjarráði Seltjarnarnesbæjar sameiginleg tillaga sveitarfélaganna Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar um frestun fasteignaskatta og fasteignagjalda á eigendur íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Hin sveitarfélögin leggja sömu tillögu fram í sínum bæjarráðum og bæjarstjórnum nú í vikunni.


Tillagan gerir ráð fyrir að gjalddögum ársins verði fjölgað til að létta mánaðarlega greiðslubyrði íbúa og atvinnulífs. Eftirstöðvum ógjaldfallinna fasteignaskatta og fasteignagjalda ársins, sbr. vatnsveitu, holræsis- og sorphirðugjalda, fyrir íbúða- og atvinnuhúsnæði verði dreift á mánuðina apríl/maí (eftir því sem við á í við í hverju sveitarfélagi) fram í desember. Þetta er gert til þess að létta undir með þeim aðilum sem nú þegar hafa fundið fyrir eða munu finna fyrir tekjufalli vegna þeirra efnahagsaðstæðna sem  nú ríkja. 

Samkvæmt tillögunni geta eigendur atvinnuhúsnæðis sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi sótt um frestun allt að þriggja gjalddaga fasteignaskatta og fasteignagjalda sem færast þá á fyrstu mánuði ársins 2021. Með verulegu tekjutapi er átt við að minnsta kosti 25% tekjufalli milli sömu mánaða á árunum 2019 og 2020.

Tillögur að aðgerðaráætlun Seltjarnarnesbæjar - fyrstu viðbrögð:
Á fundi bæjarráðs í dag var ennfremur samþykkt tillaga að aðgerðaráætlun varðandi fyrstu viðbrögð Seltjarnarnesbæjar vegna áhrifa Covid-19. Meðal þess sem var samþykkt og bæjarstjóra var falið að útfæra nánar og framkvæma eru  eftirfarandi verkefni og viðfangsefni:

 • Gjöld vegna leikskóla, grunnskóla og frístundar verða lækkuð, felld niður eða leiðrétt í samræmi við skerðingu þjónustu vegna afleiðinga Covid-19.
 • Innheimtureglur verða endurskoðaðar tímabundið.
 • Gildistími árskorta í sund og á bókasafni verður framlengdur í samræmi við skerðingu opnunartíma. 
 • Ýmsar fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir í bæjarfélaginu og viðhaldsverkefni í stofnunum bæjarins verða færð framar á árið sbr. 
  • Bygging sambýlis með þátttöku ríkisins
  • Endurbætur á klæðingu Mýrarhúsaskóla
  • Gatnaframkvæmdir og malbikun á Nesvegi og Lindarbraut
  • Hefja gerð hjólastígs við Nesveg í samvinnu við Vegagerðina
  • Endurbætur á Félagsheimilinu
  • Hefja deiliskipulagsvinnu fyrir nýjan leikskóla
  • Viðhald á göngu- og hjólastígum
  • Flýta viðhaldi og endurnýjun lagna
  • Áfram unnið að því að ná samningum við ríkið um að yfirtaka Lækningaminjasafnið fyrir starfsemi Náttúruminjasafns Íslands í ljósi niðurstöðu vinnuhóps á vegum Menntamálaráðuneytisins.
 • Viðhaldi við fráveitu bæjarins flýtt og sótt um styrk þess efnis til ríkisins.
 • Farið í samvinnu við ríkið um fjárfestingaverkefni m.a. er varða samgöngupakka.
 • Fjölgun starfa í sumarvinnu fyrir ungmenni sumarið 2020.
 • Skoðað með hvaða hætti hægt verður að styðja við íþróttafélagið Gróttu til að verja rekstur þess og efla íþróttir.
 • Gera gönguleiðir og útivistarmöguleika aðgengilegri fyrir almenning m.a. með appi.
 • Unnið áfram með ábendingar og tillögur HLH ehf. varðandi aukið aðhald í rekstri bæjarins.
 • Setja í gang vinnu við upplýsingaöflun og útfærslu á þjónustu, fræðslu og verkefnum er snúa að velferðarmálum og stuðningi við bæði einstaklinga og fjölskyldur. Áhersla lögð á börn og menntun þeirra, barnafjölskyldur, fatlaða fólk, eldra fólk, atvinnulausa, viðkvæma og útsetta hópa. 
 • Lögð verður áhersla á velferð bæjarbúa, afkomu þeirra og að halda úti órofinni grunnþjónustu bæjarins.
 • Fara í enn frekara samstarf við VIRK starfsendurhæfingu og lögð áhersla á að stofna aftur Velferðarvakt í samráði við stjórnvöld.
 • Styðja við eftirspurn eftir heimsóknum ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu þegar það verður metið tímabært í samráði við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og tengt markaðsátaki stjórnvalda í ljósi Covid-19. 
 • Vinna áfram að og efla markaðsátakið Reykjavik Loves, samstarfsverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu varðandi ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.
 • Hlúð verði að starfsfólki Seltjarnarnesbæjar við þær aðstæður sem nú ríkja en starfsmenn hafa lyft grettistaki við að endurskipuleggja starfsemi bæjarins og tryggja órofna starfsemi þeirrar mikilvægu þjónust sem bærinn veitir.
 • Leggja áherslu á að ríkið og sveitarfélög vinni áfram að því að efla skapandi greinar og auka atvinnutækifæri. Vinna með atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu í þeim efnum og í samstarfi við skóla bæjarins. 
 • Leitað verði tækifæra til að auka nýsköpun og tækni m.a. á sviði velferðarþjónustu og óskað eftir samstarfi við Félagsmálaráðuneytið.
 • Vinnu við stafræna framþróun verði flýtt og nýttir möguleikar til að bæta þjónustu Seltjarnarnesbæjar með stafrænum lausnum.
 • Lántökur vegna fjárhagslegra áhrifa á sjóðsstreymi, áætlað tekjufall, frestun gjalddaga, niðurfellingu gjalda ofl.
 • Lögð verði áhersla á að hraða uppbyggingu á Bygggarðasvæðinu.
 • Fjármálastjóra bæjarfélagsins falið að skoða mismunandi tilvik á áhrif atvinnuleysis og efnahag útfrá þróun á Covid-19.
Bæjarráð fól bæjarstjóra frekari úrvinnslu og framkvæmd tillögu að aðgerðaráætlun um fyrstu viðbrögð.

Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar mun í framhaldi skoða fleiri leiðir til þess að bregðast við ástandinu vegna Covid-19, fylgjast með aðgerðum ríkisstjórnar og annarra sveitarfélaga ásamt því að fylgja leiðbeiningum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Almannavarna ríkisins.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: