Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Hópamyndun unglinga á leiksvæðum áhyggjuefni í tengslum við samkomubannið

16.4.2020

Almannavarnanefnd og embætti landlæknis hafa fengið ábendingar um að hópamyndum unglinga á leiksvæðum að kvöldlagi hafi verið að aukast og veldur það áhyggjum í ljósi samkomubannsins og fjarlægðarmarkanna. Ástæðan er líklega gott veður og þær jákvæðu fréttir sem hafa verið að berast af þróun mála hjá okkur. Það er aftur á móti mjög mikilvægt að allir haldi fókus og að fólk sofni alls ekki á verðinum. Úthald skiptir nú öllu máli.

Nauðsynlegt er að sporna gegn allri hópamyndun hvernig sem hún kann að myndast þvi við viljum ekki fá bakslag í þann árangur sem náðst hefur. 

Foreldrar eru því beðnir að halda fast í taumana og hvattir til að brýna fyrir börnum sínum að hópamyndun sé alls ekki í boði og að allir þurfi að halda áfram að fara eftir fyrirmælum. 

Tilmæli sóttvarnalæknis um blöndun hópa utan skólatíma gildir sömuleiðis ennþá eins og margoft hefur komið fram og eru foreldrar beðnir að virða þau tilmæli.

Við erum öll almannavarnir!

 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: