Leiðbeiningarnar gilda fyrir:
• Sambýli og íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
• Vinnu- og virknimiðaða stoðþjónustu fyrir fatlað fólk (verndaða vinnu og hæfingu)
• Akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og aldraða
• Skammtímadvalir fyrir fötluð börn og ungmenni
• Frístundastarf fatlaðra ungmenna á aldrinum 16-20 ára
• Félagsmiðstöðvar fyrir fullorðna – félagsstarf eldri borgara
• Íbúðir fyrir eldri borgara
Tilslakanir frá samkomubanni taka gildi þann 4. maí og snúa einkum að fjöldatakmörkunum auk þess sem þjónustu sem lokað var vegna mikillar nándar við viðskiptavin er heimilt að opna á ný.
Þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 erum við ekki komin í höfn. Markmiðið er áfram að verja þá sem eru í áhættuhópum gegn smiti og starfsmenn í þjónustunni og því mikilvægt er að fara með ítrustu gát. Í þessum leiðbeiningum eru settar fram almennar leiðbeiningar um sóttvarnarráðstafanir sem eiga við um alla velferðarþjónustu auk sérstakra leiðbeininga fyrir þá þjónustuþætti sem eru taldir upp hér að ofan.
Leiðbeiningarnar eru unnar með hliðsjón af leiðbeiningum um tilslakanir á heimsóknabanni og öðrum sóttvarnarráðstöfunum á hjúkrunarheimilum og í dagdvölum aldraðra sem embætti landlæknis hefur gefið út.
ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur getur þurft að endurskoða leiðbeiningar á ný og ganga til baka í þrengra samkomubann.