Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Íþróttastarf barna - Leiðbeiningar um tilslakanir frá samkomubanni og sóttvarnaráðstöfunum vegna Covid-19 frá 4. maí.

28.4.2020

Embætti landslæknis og Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar er varða íþróttastarf barna í tengslum við tilslakanir á samkomubanni sem tekur gildi þann 4. maí 2020. 

Þar kemur fram að sú almenna fjöldatakmörkun er miðast við 50 manns nær ekki til íþrótta- og æskulýðsstarfs barna á leik- og grunnskólaaldri. Íþrótta- og sundkennsla barna og ungmenna verður með hefðbundnum hætti, bæði út og inni.

Æfingar og keppnir í skipulögðu íþróttastarfi barna og ungmenna (yngri en 16 ára) eru heimilar án áhorfenda, hvort heldur utan- eða innanhúss. 

Sjá tilkynningu:
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: