Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fjöldatakmörkun - Leiðbeiningar um tilslakanir á takmörkunum sem taka gildi þann 4. maí.

28.4.2020

Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa gefið út tilmæli og leiðbeiningar um tilslakanir er varða fjöldatakmarkanir í samkomubanni og sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 sem taka gildi þann 4. maí 2020.


Í takmörkun á samkomum felst að fjöldasamkomur eru óheimilar til 1. júní 2020. Með fjöldasamkomum er átt við þegar fleiri en 50 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Enn fremur skal tryggt á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 50 einstaklingar inni í sama rými, kaffihúsum, og mötuneytum. 

Með rými er hér átt við það svæði sem starfsmenn þurfa að nota og ganga um við störf, þ.e. ekki mega fleiri en 50 ganga um sömu salerni, sömu fundaraðstöðu eða kaffistofu. Mögulega er hægt að nota „stundatöflu“ til að skipta í hópa vegna fundaraðstöðu eða kaffistofu ef ekki er hægt að skipta stærri vinnustað í aðskilin rými, en þá þarf að þrífa/sótthreinsa á milli hópa. Færist aðilar ekki milli rýma og hafa aðgengi að fullnægjandi hreinlætisaðstöðu þá ætti að vera hægt að opna skrifstofur sveitarfélaganna miðað við 50 manns í hverju rými og 2 metra regluna. 

Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 er enni í gildi og því mikilvægt er að hafa í huga almennar sóttvarnarráðstafnir er enn í gildi. 

Mikilvægt er að leggja áherslu á: 
  • Að á vinnustöðum og í allrri starfsemi sé tryggt að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili. 
  • Þrífa skal vinnustaði eins oft og unnt er, sérstaklega algenga snertifleti. 
  • Aðgangur að sótthreinsandi vökva fyrir hendur sé hafður eins víða og talin er þörf á.

Sjá nánar:
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: