Verkfalli aflýst er Efling og SÍS sömdu í nótt. Skólastarf hefst í dag samkvæmt fyrirkomulagi í tilkynningu skólastjórnenda fyrir helgi.
Efling – stéttarfélag og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu kjarasamning rétt fyrir miðnætti eftir mikla fundasetu alla helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara. Skólastarf í Grunnskóla Seltjarnarness hefst í dag eftir að skólastofur hafa verið ræstar. Foreldrar eru hvattir til að skoða tölvupósta frá skólastjórnendum sem sendir voru út sl. föstudag með skipulagi og tímasetningum á komu nemenda í skólann ef samið yrði eins og nú hefur verið gert.