Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Hættustigi almannavarna vegna Covid19 var breytt úr neyðarstigi í hættustig mánudaginn 25. maí.

26.5.2020

Tilslökun heilbrigðisráðuneytisins tók gildi í gær mánudaginn 25. maí 2020 og gildir til og með 21.júní, en aflétting eða framlenging á henni verður endurmetin af stjórnvöldum. Tilslakanir á fjöldatakmörkunum miðast nú við 200 manns í sama rými og einstaklingar eru enn hvattir til að virða 2ja metra regluna eins og kostur er.

Í takmörkun á samkomum felst að fjöldasamkomur eru óheimilar til og með 21. júní 2020. Með fjöldasamkomum er átt við þegar fleiri en 200 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Enn fremur skal tryggt á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 200 einstaklingar inni í sama rými, kaffihúsum, og mötuneytum.

Hættustig almannavarna vegna COVID-19 er í gildi og því mikilvægt að hafa í huga að almennar sóttvarnarráðstafanir eru enn í gildi. https://www.covid.is/flokkar/hvad-thydir-samkomubann

Sjá nánar:
Tilslakanir á takmörkunum 25. maí

Tilslakanir á takmörkununum - stofnanir, söfn og menningarhús 25. maí

Tilslakanir á takmörkunum - íþróttastarf fullorðinna

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: