Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Mikilvægt að snyrta gróður við lóðarmörk

29.6.2020

Snyrtum gróður við lóðarmörk:

Fjölbreyttur garðagróður fegrar umhverfi Seltjarnarness og veitir íbúum skjól í görðum sínum. Þar sem gróðurinn vex ár hvert er nauðsynlegt að huga vel að því að hann vaxi ekki út fyrir lóðarmörk eða slúti þannig að hætta stafi af. 
Snyrta þarf gróður og klippa þannig að hvers konar umferð gangi greiðlega. 

Gangstéttir og göngustígar liggja víða um bæinn og eru mikilvæg til útivistar og samgangna milli staða, jafnt fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk. Þegar trjágróður vex út fyrir lóðarmörk og út yfir gangstéttir og stíga bæjarins getur það skapað veruleg óþægindi og jafnvel hættu fyrir vegfarendur. Gróður getur slegist í gangandi og hjólandi vegfarendur með tilheyrandi hættu á slysum auk þess sem dæmi eru um það að trjágróður skyggi á umferðarmerki, götumerkingar og lýsingu, og byrgi þannig sýn. Í tilfellum sem þessum er bæjaryfirvöldum heimilt að klippa og fjarlæga þann gróður er vex út fyrir lóðarmörk á kostnað lóðarhafa.

Reglur um gróður á einkalóðum eru skýrar. Í byggingarreglugerð er skýrt kveðið á um að lóðarhafa sé skylt að halda vexti trjáa og runna innan lóðarmarka. Ekki má planta hávöxnum trjátegundum nær lóðarmörkum aðliggjandi lóða en 4,0 metra og við lóðarmörk má hæð þeirra ekki verða meiri en 1,8 metrar, nema með samþykki nágranna. Trjágróður sem liggur að götu, gangstétt eða opnu svæði má ná meiri hæð ef fyrir liggur samþykki veghaldara eða umráðaaðila viðkomandi svæðis.

Það er mikilvægt að allir standi saman um að minnka hættur í umhverfi okkar!


Snyrtum gróður við lóðarmörk


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: