Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fyrirkomulag innheimtu vegna áskriftar að mat og ávöxtum við leik- og grunnskóla Seltjarnarness eftir sumarfrí

3.7.2020

Eftir sumarfrí mun Skólamatur ehf., sjá um framleiðslu og framreiðslu matar og ávaxta fyrir Leik- og grunnskóla Seltjarnarness sem og fyrir bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar.

Við þessa breytingu mun Skólamatur innheimta þjónustugjöld beint fyrir áskrift að máltíðum og ávöxtum fyrir grunnskólanema. Foreldrar þurfa sjálfir að skrá börn sín í mataráskrift á heimasíðu Skólamatar ehf., www.skolamatur.is. Hægt verður að skrá börn í áskrift eftir skólasetningu. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar verða sendar þegar nær dregur skólabyrjun.

Seltjarnarnesbær mun áfram sjá um innheimtu gjalda vegna Skólaskjóls, Frístundar, leikskóla og mataráskriftar í leikskóla.

Upplýsingar um verð fyrir næsta skólaár má nálgast á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar hér.

Upplýsingar um verð fyrir mataráskrift hjá Skólamat skólaárið 2020-2021 má finna hér https://www.skolamatur.is/hagnytt/verdskra.

Á heimasíðu Skólamatar www.skolamatur.is má nálgast upplýsingar um matseðla ásamt næringarinnihaldi og innihaldslýsingum á öllum réttum. Skólamatur mun kynna betur þjónustu sína þegar nær dregur skólasetningu í haust.

Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar, segir að það sé afar ánægjulegt að fá tækifæri til þess að þjónusta íbúa Seltjarnarnesbæjar og hlakkar til samstarfsins. Eins og áður hefur komið fram í tilkynningu frá bænum er Skólamatur ehf. fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á hollum og ferskum mat fyrir börn í leik- og grunnskólum. Fyrirtækið hefur yfir tuttugu ára reynslu í því að þjónusta börn á leik- og grunnskólaaldri. Á hverjum degi er maturinn undirbúinn í framleiðslueldhúsi Skólamatar í Reykjanesbæ. Þaðan er maturinn sendur beint í eldhús skólanna þar sem starfsfólk Skólamatar sér um að elda matinn rétt áður en að matartíma kemur sem tryggir ferskleika máltíða. Daglega er boðið upp á aðalrétt ásamt hliðarrétti sem eru alltaf vegan. Með öllum máltíðum er boðið upp á ferskt grænmeti og úrval ávaxta í meðlætisbar.

Matseðlar Skólamatar eru unnir í samstarfi við næringarfræðinga sem tryggir að maturinn sé samkvæmt ráðleggingum Landlæknisembættis um næringu barna.

Ef eitthvað er óljóst vinsamlega hafið samband við þjónustuver Seltjarnarnesbæjar í síma 5959-100.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: