Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltjarnarnesbær endurskoðar ákvörðun um að hætta niðurgreiðslu á skólamat grunnskólabarna

9.9.2020

Seltjarnarnesbær endurskoðar ákvörðun um að hætta niðurgreiðslu á skólamat grunnskólabarna

Breyting á verðskrá skólamáltíða

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur nú farið vandlega yfir stöðu mála og tekið ákvörðun um að halda áfram niðurgreiðslu á skólamat grunnskólabarna. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag 9. september að breyta verðskrá skólamáltíða grunnskóla þannig að hádegismatur hækkar um liðlega 2,5%. Þannig mun hádegismatur kosta 532 kr. í staðinn fyrir 519 kr. í fyrra. Verðskrá fyrir ávexti verður 99 kr. en var 136 kr. í fyrra.

Frá skólabyrjun hafa miklar umræður verið um breytt fyrirkomulag skólamötuneyti leik- og grunnskólabarna. Ekki síst þá verðhækkun sem óhjákvæmilega varð á matarverðinu í ljósi þess að Seltjarnarnesbær hætti á sama tíma niðurgreiðslu á skólamat grunnskólabarna. 

Þann 31. ágúst sl. sendi Foreldrafélag Grunnskólans greinargott bréf til bæjarstjórnar Seltjarnarness þar sem málið var reifað, verðhækkun og samskiptaleysi bæjaryfirvalda hörmuð. Foreldrafélagið óskaði  ennfremur eftir því að bæjarstjórn Seltjarnarness endurskoðaði ákvörðun sína um að hætta að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna.

Seltjarnarnesbær hefur þegar tekið undir athugasemdir og ábendingar Foreldrafélags grunnskólans um að betur hefði mátt standa að kynningu á breyttu fyrirkomulagi. Að kynna hefði mátt mun fyrr og með skýrari hætti í hverju breytingarnar fælust sem og hvaða áhrif ólík innheimtuaðferð hefðu í för með sér í hverjum mánuði fyrir sig.  Mikil ánægja er þó með fyrirtækið, þjónustu þess og gæði matar. Aukið úrval hefur einnig fallið vel í kramið hjá börnum og foreldrum þeirra.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: