Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Grenndargámar á Eiðistorgi fjarlægðir vegna slæmrar umgengni

11.9.2020

Í ljósi þess hversu slæm umgengni er ávallt við grenndargámana á Eiðistorgi eins og meðfylgjandi myndir gefa bersýnilega til kynna hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja þá a.m.k. tímabundið.

Íbúum er bent á að nýta sér Endurvinnslustöð Sorpu við Fiskislóð sem er opin alla daga frá kl. 12.00-18.30.

Tilgangur gámanna átti að vera aukin þjónusta við bæjarbúa en það hljóta allir að vera sammála um að þessi sóðaskapur og umgengni er engum til sóma hvorki íbúum né bæjarfélaginu. 

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar hafa ekki undan að hreinsa gámasvæðið og fara með umframruslið sem skilið er eftir í alfaraleið. Sú vinna er eðlilega á kostnað annarra verkefna á vegum þjónustumiðstöðvar bæjarins sem gengur auðvitað ekki!

gamamynd

gamur

rusl1


papparusl


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: