Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Ný könnun Rannsókna og greiningar á högum og líðan ungmenna í 8., 9. og 10. bekk komin út

30.9.2020

Samstarfshópur um vímuvarnir á Seltjarnarnesi kom saman í gær þar sem Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu hélt kynningu á niðurstöðum nýjustu könnunar á högum og líðan grunnskólabarna í 8., 9. og 10 bekk. Niðurstöðurnar hafa nú verið sendar til allra samstarfsaðila Rannsóknar og greiningar auk þess sem skoða má heildargögnin á landsvísu á heimsíðunni https://www.rannsoknir.is/

Hér má ennfremur skoða niðurstöður könnunarinnar sem á við um Seltjarnarnes. Foreldrar og forráðamenn ungmenna á Seltjarnarnesi eru eindregið hvattir til að kynna sér niðurstöðurnar:


Á heimasíðu Rannsóknar og greiningar kemur m.a. fram að ef litið er til heildarniðurstaðna úr könnuninni sem lögð var fyrir alla nemendur í 8., 9. og 10. bekk á Íslandi síðastliðinn febrúar sýna tölur að ölvun síðastliðna 30 daga meðal tíundubekkinga hefur aukist sem nemur einu prósentustigi og er hlutfallið nú 7%. Hlutfall nemenda sem reykja daglega og hlutfall þeirra sem hafa prófað kannabis stendur í stað milli mælinga. Athugið að þetta á við um landið allt.


fundur
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: