Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Samantekt á breytingum fasteignagjalda eftir samþykkt bæjarstjórnar

21.1.2005

 • Álagningarstuðull fasteignaskatts lækkar um 11% úr 0,36% í 0,32%.
 • Álagningarstuðull lóðarleigu lækkar um tæplega 47% úr 0,75% í 0,35%.
 • Álagningarstuðull vatnsskatts lækkar um 13% úr 0,15% í 0,13%.
 • Tekjuaukning bæjarins af fasteignagjöldum verður um 5% milli ára eins og gert var ráð fyrir í forsendum fjárhagsáætlunar.
 • Áætlað er að tekjur bæjarins lækki um tæpar 25 milljónir króna við þessa breytingu frá því sem ella hefði orðið.
 • Fasteignagjöld árið 2005 breytast að jafnaði svona:
  • Gjöld á íbúðir með lóðarleigu lækka að jafnaði um 5-7% frá 2004 í stað þess að hækka um 13%.
  • Gjöld á íbúðir í sameignarhúsum fá að jafnaði sömu álagningu og árið 2004 í stað þess að hækka um 13%.
  • Gjöld á sérbýli hækka að jafnaði um 14% í stað um 30%.

Nánari upplýsingar veitir Stefán Bjarnason, sími 5959 116, stefan@seltjarnarnes.is

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: