Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Frestun á upphafi fjölþættrar heilsueflingar 65+ á Seltjarnarnesi

23.11.2020

Fjölþætt heilsuefling 65+ á Seltjarnarnesi

Seltjarnarnesbær og Janus heilsuefling hafa ritað undir samkomulag um að Janus heilsuefling taki að sér verkefnið Fjöþætt heilsuefling 65+ á Seltjarnarnesi. Til stóð að fara af stað með verkefnið um mánaðarmótin ágúst/september á þessu ári en í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 sem tengdist samkomutakmörkunum, lokun heilsuræktarstöðva og íþróttahúsa, var ákveðið að fresta innleiðingu á verkefninu þar til samkomutakmörkunum yrði aflétt til muna frá því sem þær eru í dag.

Send verður út fréttatilkynning með góðum fyrirvara hvenær verkefnið verður kynnt fyrir eldri aldurshópum 65 ára og eldri á Seltjarnarnesi. Verkefnið mun fara af stað um leið og takmarkanir verða rýmri og reglugerðir um sóttvarnir rýmkaðar. Stjórnendum Seltjarnarnesbæjar fannst rétt að tilkynna íbúum um þessa stöðu þar sem við höfum fengið fyrirspurnir um verkefnið og stöðu þess.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: