Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Tilkynning með vísan í frétt RÚV um berklasmit í Leikskóla Seltjarnarness

2.12.2020

Með vísan í frétt RÚV um berklasmit í Leikskóla Seltjarnarness í hádegisfréttum í dag vill Seltjarnarnesbær koma eftirfarandi á framfæri. Ein deild Leikskóla Seltjarnarness tengist smitrakningu á vegum Göngudeildar sóttvarna vegna gruns um berklasmit. 

Foreldrar barna á viðkomandi deild hafa verið upplýstir um málið og börn og starfsfólk deildarinnar hafa verið boðuð í berklapróf. Samkvæmt okkar upplýsingum frá smitsjúkdómalækni, sem heldur utan um málið, hafa allar athuganir komið neikvætt út og ekki er talin ástæða til að hafa áhyggjur af smiti að svo stöddu. 

Innan leikskólans hefur verið unnið í samræmi við leiðbeiningar frá smitsjúkdómalækni og það hefur verið skýrt frá upphafi að ekki sé talin ástæða til þess að þetta hafi frekari áhrif á starfsemi leikskólans. Foreldrum allra barna í Leikskóla Seltjarnarness hefur þegar verið send tilkynning til upplýsinga.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: