Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Hjúkrunarheimilið á Lýsislóð

24.1.2005

Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið samþykkti í byrjun árs tillögu Seltjarnarnesbæjar í samvinnu við ÍAV og Reykjavíkurborg um að reisa 90 rýma hjúkrunarheimili á Lýsislóðinni við Eiðisgranda. Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness og þáverandi borgarstjóri, Þórólfur Árnason, sendu ráðuneytinu skömmu fyrir áramót sameiginlegt bréf þar sem óskað var eftir aðkomu ríkis að málinu eins og lög gera ráð fyrir og svaraði ráðuneytið þeirri umleitan nú í byrjun árs.

Nokkuð er síðan bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi viðraði hugmyndir um þessa staðsetningu við Íslenska aðalverktaka sem eru eigendur lóðarinnar en nefnd sem fjallaði um framtíðarskipan málefna aldraðra á Seltjarnarnesi hafði stungið upp á að 30 rýma hjúkrunarheimili yrði annað hvort reist á Seltjarnarnesi eða næsta nágrenni. Fljótlega varð ljóst að heilbrigðisráðuneytið myndi ekki styðja að byggt yrði 30 rýma heimili á Seltjarnarnesi þar sem slík stærð yrði óhagstæð í rekstri. Í hjúkrunarheimilinu sem rísa mun við Eiðsgranda mun Seltjarnarnesbær því eiga 30 rými og Reykjavík 60 rými. Samkvæmt svari ráðuneytisins er áætlað að framkvæmdir við hjúkrunarheimilið hefjist eftir 3 til 4 ár.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: