Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Sorphirða um jólahátíðina

23.12.2020

Starfsmenn Terra hafa nú samkvæmt áætlun verið á ferðinni um bæinn í þessari viku að tæma sorptunnur bæjarbúa, bæði almennt sorp og pappír. Yfirferðin um öll hverfi bæjarins klárast á morgun aðfangadag. Næsta losun verður svo í fyrstu viku janúar samkvæmt sorphirðudagatali ársins 2021. Íbúum er eindregið bent á Sorpu á Grandanum í millitíðinni enda viðbúið að tunnurnar fyllist fljótt um jólahátíðina.

Ennfremur er minnt á að það er algjörlega óheimilt að setja flugelda í pappírstunnurnar, sé slíkt gert þá tæmir Terra þær ekki.

Hér má sjá sorphirðudagatal ársins 2021 en dagsetningar sorphirðu er jú sameiginlegt áhugamál flestra bæjarbúa. Á nýju ári býður Terra upp á þá nýbreytni og auknu þjónustu að blaðatunnur verða ávallt teknar með almenna sorpinu ef það er komið uþb 40% eða meira í tunnuna.


Sorphirðudagatal 2021


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: