Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltjarnarnesbær með þriðju lægstu almennu leikskólagjöldin með fæði samkvæmt úttekt ASÍ á breytingu leikskólagjalda

15.1.2021

Að gefnu tilefni og í ljósi fréttaumfjöllunar, um úttekt ASÍ á breytingum leikskólagjalda 2020-2021, þar sem fram kom að hækkun almennra leikskólagjalda ásamt fæði væri hæst á Seltjarnarnesi eða 11%. 

Það fór hins vegar minna fyrir þeirri staðreynd að almenn leikskólagjöld með fæði eru þau þriðju lægstu á Seltjarnarnesi eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Seltjarnarnesbær er í þriðja sæti á eftir Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ. 

Prósentuhækkunin ein og sér segir því ekki allan sannleikann um hvað Seltirningar eru að greiða fyrir þjónustuna í samanburði við íbúa annarra sveitarfélaga.  


leikskólagjöld

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: