Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Anna Lára Davíðsdóttir og Pálmi Rafn Pálmason íþróttakona og maður Seltjarnarness 2020

1.2.2021

Kjör íþróttamanna Seltjarnarness í kvenna og karlaflokki fór fram fimmtudaginn 28. janúar. Kjörið fór nú fram í 28. skiptið en það var fyrst haldið 1993. Kjörið er í umsjón íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, sem vill með kjörinu vekja athygli á gildi íþrótta, öflugu íþróttastarfi á Seltjarnarnesi og verðlauna sérstaklega afreksíþróttamenn úr hópi bæjarbúa.

Fimm tilnefningar bárust nefndinni þetta árið

Jafnframt voru veitt verðlaun til landsliðsfólks, ungs og efnilegs íþróttafólks auk þess sem bikarmeistarar voru sérstaklega verðlaunaðir. Einnig voru veitt verðlaun fyrir félagsstörf.

Íþróttamenn Seltjarnarness 2020 eru Anna Lára Davíðsdóttir handknattleikskona og Pálmi Rafn Pálmason knattspyrnumaður. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá þau bæði við verðlaunaafhendinguna ásamt Guðmundi Helga Þorsteinssyni formanni Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarnesbæjar.

Íþróttamaður ársins


Anna Lára Davíðsdóttir – handknattleikur.

Anna Lára Davíðsdóttir er fædd árið 2000 og er uppalin Gróttu-kona. Hún hefur gegnt lykilhlutverki í meistaraflokki kvenna síðustu tvö ár þar sem þær hafa spilað í Grill 66-deildinni, næstefstu deild Íslandsmótsins. Hún er gríðarlega öflugur leikmaður bæði varnar- og sóknarlega. Hún er nú fyrirliði liðsins og hefur sinnt því hlutverki af mikilli kostgæfni.

Anna Lára er gríðarlega metnaðarfull íþróttakona, frábær fyrirmynd sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni.

Íþróttamaður ársins


Pálmi Rafn Pálmason – knattspyrna.

Pálmi Rafn Pálmason er 36 ára gamall og hóf meistaraflokksferilinn með Völsungi aðeins fimmtán ára gamall.

Hann gekk í raðir KA og lék þar í þrjú ár, þar af tvö ár í úrvalsdeildinni.  Árið 2006-2008 lék hann með Valsmönnum og varð Íslandsmeistari með þeim árið 2007.

Frá árinu 2008 til 2014 var Pálmi atvinnumaður í Noregi og lék með Stabæk og Lilleström þar sem hann spilaði samtals 166 leiki í norsku úrvalsdeildinni.

Pálmi flutti heim 2015 og lék á síðasta ári sitt sjötta tímabil með sigursælu liði KR-inga og er einn af lykilleikmönnum liðsins.  Hann hefur leikið um 400 deildarleiki á ferlinum og skorað í þeim 100 mörk.  Pálmi er gríðarlega sterkur leiðtogi bæði innan vallar og utan.

Íþróttamaður ársinsHér að neðan eru nöfn þeirra sem fengu viðurkenningar:


Tilnefnd til Íþróttamanns Seltjarnarness 2020

 • Hákon Rafn Valdimarsson – knattspyna
 • Pálmi Rafn Pálmason - knattspyrna
 • Magnús Óli Magnússon - handknattleikur
 • Anna Lára Davíðsdóttir – handknattleikur
 • Ingi Þór Olafson - golf

Íþróttamaður ársins

Tilnefndir 2020.
(á myndina vantar Hákon Rafn og Magnús Óla)


Landsliðsfólk á Seltjarnarnesi 2020

 • Grímur Ingi Jakobsson – knattspyrna U-17
 • Tinna Brá Magnúsdóttir – knattspyrna U-17
 • Katrín Helga Sigurbergsdóttir – handknattleikur U-18
 • Katrín Anna Ásmundsdóttir – handknattleikur U-16
 • Joanna Siarova – handknattleikur U-16

Íþróttamaður ársins

Landsliðsfólk sem stundar íþrótt sína á Seltjarnarnesi.
(á myndina vantar Tinnu Brá)Efnilegur íþróttamaður 2020

 • Katrín Helga Sigurbergsdóttir  – handknattleikur
 • Gunnar Hrafn Pálsson – handknattleikur
 • Ari Pétur Eiríksson - handknattleikur
 • Ragnhildur E. Gottskálksdóttir – fimleikar
 • Katrín Katla Guðmundsdóttir - fimleikar
 • Lilja Davíðsdóttir Scheving – knattspyrna
 • Elín Helga Guðmundsdóttir – knattspyrna
 • Magnús Birnir Þórisson – knattspyrna
 • Atli Hrafn Hannesson - knattspyrna
 • Auður Guðmundsdóttir - sund

 

Íþróttamaður ársins

Efnilegt íþróttafólk sem stundar íþrótt sína á Seltjarnarnesi.


Bikarmeistarar 2020

 • Agnes Sólbjört Helgadóttir – fimleikar
 • Ásdís Erna Indriðadóttir – fimleikar
 • Ísól Aradóttir – fimleikar
 • Hildur Þurí Indriðadóttir – fimleikar
 • Lovísa Anna Jóhannsdóttir – fimleikar
 • Ragnhildur E. Gottskálksdóttir – fimleikar
 • Svanhildur Sunna Gunnarsdóttir - fimleikar

Íþróttamaður ársins

Bikarmeistarar í 2.þrepi fimleikastigans.


 

Félagsstörf 2020

 • Unnur María Sigurðardóttir – félagsstörf
 • Edda Ágústa Björnsdóttir  – félagsstörf

Íþróttamaður ársins
Viðurkenningar fyrir félagsstörf - á myndinni er Edda Ágústa Björnsdóttir.


Öllu þessu flotta íþróttafólki og félagsmálafrömuðum eru sendar innilegar hamingjuóskir með viðurkenningarnar og frábæran árangur.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: