Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Vetrarhátíð 4.-7. febrúar 2021

2.2.2021

Vetrarhátíð verður að vanda haldin hátíðleg um allt höfuðborgarsvæðið fyrstu helgina í febrúar og að sjálfsögðu líka hjá okkur á Seltjarnarnesinu. Frá fimmtudeginum 4. febrúar verða helstu mannvirki á Nesinu lýst upp með norðurljósagrænum ljósum, einkennislit hátíðarinnar (sjá kort hér neðar). Ljósin munu lýsa upp skammdegið alla Vetrarhátíðina.

Upplifðu á þínum tíma

Á þessari Vetrarhátíð er lögð sérstök áhersla á ljós og listaverk utandyra og í almannarými. Ekki verður boðið upp á tímasetta viðburði heldur er fólk hvatt til að upplifa og njóta á þeim tíma sem hentar hverjum og einum best þessa daga.

Ljósa- og listaverkaganga

Tilvalið er að fara í ljósa- og listaverkagöngu um Seltjarnarnesið, skoða upplýstu mannvirkin og útilistaverkin sjö sem staðsett eru í góðu göngufæri við Neshringinn eins og sjá má á kortinu hér að neðan og tilvalið er að prenta út. 

Við hvert listaverk er búið að koma upp QR kóða sem með skönnun úr síma í gegnum QR lesara (app) opnar upp síðu með upplýsingum um hvert listaverk. Þar er einnig hægt að smella á hljóðbrot og hlusta á Sólveigu Pálsdóttur rithöfund segja á skemmtilegan hátt frá hverju listaverki fyrir sig.

LISTAVERKIN OKKAR - Sýning á Bókasafni Seltjarnarness

Bókasafn Seltjarnarness hefur í gegnum tíðina hlotið veglegar listaverkagjafir. Mörg verkanna eru dagsdaglega til sýnis á safninu en önnur eru í útláni eða í geymslu. Á Vetrarhátíð verður á bókasafninu sett upp sérstök sýning „LISTAVERKIN OKKAR“ á öllum verkum safnsins fyrir gesti og gangandi og sem flestir hvattir til að skoða þetta einstaka listasafn. 

Nánar um listaverk Seltarnarnesbæjar:

http://www.seltjarnarnes.is/thjonusta/menning/menning/baejarlistaverk/

Hægt er að hlusta á lestur Sólveigar um útilistaverkin með því að smella á hvert verk fyrir sig og þar á "hlusta".

Gleðilega Vetrarhátíð!
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: