Sýning á Eiðistorgi í tilefni af Degi leikskólans 6. febrúar sl.
Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur þann 6. febrúar hvert ár þar sem starfsfólk leikskóla er hvatt til þess að halda upp á daginn og gera starf leikskólans sýnilegt. Það var að sjálfsögðu gert í leikskóla Seltjarnarness meðal annars með því að skreyta Eiðistorgið því eins og vegfarendur hafa séð eru litrík og falleg listaverk á handriði og gluggum torgsins.




