Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Sýning á Eiðistorgi í tilefni af Degi leikskólans 6. febrúar sl.

26.2.2021

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur þann 6. febrúar hvert ár þar sem starfsfólk leikskóla er hvatt til þess að halda upp á daginn og gera starf leikskólans sýnilegt. Það var að sjálfsögðu gert í leikskóla Seltjarnarness meðal annars með því að skreyta Eiðistorgið því eins og vegfarendur hafa séð eru litrík og falleg listaverk á handriði og gluggum torgsins. 


Það voru börnin á Sólbrekku sem máluðu listaverkin með glerlitum og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum fengu listamennirnir á njóta sín og skapa að vild. Íbúar eru hvattir til að skoða þessi fallegu listaverk ungu og upprennandi listamannanna sem gáfu torginu heldur betur skemmtilega upplyftingu. 

Dagur leikskólans
Dagur leikskólans
Dagur leikskólans

Dagur leikskólansDagur leikskólans


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: