Jónsmessuganga á Seltjarnarnesi fimmtudaginn 24. júní kl. 19.30.
22.6.2021
Við höldum í hefðir og hvetjum íbúa til að taka þátt í léttri Jónsmessugöngu á Seltjarnarnesi. Að þessu sinni verður genginn þægilegur hringur um hið svokallaða „Campus“ svæði. Campus heitið kom upp á íbúaþingi árið 2003 þegar unnið var að framtíðaruppbyggingu á Hrólfskálamelnum en hugmyndin nýtti og útvíkkaði þá sérstöðu sem þegar var á svæðinu. Það þykir enda mikill styrkur Seltjarnarness sem fjölskylduvænt sveitarfélag að öll skólastig, íþróttahús, sundlaug, heilsugæslustöð, félagsheimili og bókasafn séu öll í einum kjarna og í öruggu göngufæri sem og með góð tengsl við þjónustu- og íbúðakjarna í allra næsta nágrenni.
Gangan hefst við gamla Mýrarhúsaskóla kl. 19.30 og verður ýmislegt skoðað á leiðinni bæði úti og inni undir leiðsögn Ásgerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra. Þátttakendum verður m.a. boðið að skoða Náttúrugripasafnið í Valhúsaskóla auk þess sem Kári Garðarsson framkvæmdastjóri Gróttu segir aðeins frá lífinu í Gróttu eftir þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum.
Hitaveita Seltjarnarness býður göngugestum upp á veitingar í takt við leiðbeiningar um sóttvarnir.
Allir bæjarbúar eru boðnir velkomnir!