Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Nemendur í 9. JS í Valhúsaskóla söfnuðu 80.000 krónum til hjálparstarfs

28.1.2005

Nemendur 9.JS og Anna frá Hjálparstarfi kirkjunnar við afhendingu gjafarinnarNemendur í 9 JS í Valhúsakóla lögðu sitt af mörkum vegna hamfaranna í Suð-Austur Asíu og söfnuðu 80.000 krónum sem afhentar voru Önnu M. Þ. Ólafsdóttur frá Hjálparstarfi kirkjunnar, fimmtudaginn 27. janúar.

Í fjáröflunarskini efndu þau til happdrættis en vinninga fengu þeir bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum auk þess gengu þau um með bauk fyrir frjáls framlög.

Hugmyndin að söfnuninni kom fram við umræðu í lífsleiknitíma um hvað hægt væri að gera til að hjálpa þeim sem verst urðu úti í hamförunum í Asíu. Öll framkvæmdin var í höndum nemenda og eiga þeir hrós skilið fyrir frammistöðuna.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: