Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Öll börn úr yngsta aldurshópi hefja aðlögun í Leikskóla Seltjarnarness í næstu viku

17.9.2021

Þrettán börn úr yngsta aldurshópi leikskólabarna sem beðið hafa eftir því að geta hafið leikskólagöngu sína í Leikskóla Seltjarnarness munu hefja aðlögun í næstu viku. Því miður þurfti hluti hópsins sem hefja átti aðlögun á Fögrubrekku undir lok ágúst og í byrjun september að bíða þess að aðlögun gæti hafist, þar sem ekki hafði náðst að ráða nægilega margt starfsfólk til starfa við leikskólann. 

Undanfarnar vikur hefur allt kapp verið lagt á að ráða fleira starfsfólk að leikskólanum og er nú búið að tryggja næga mönnun til þess að öll börn geti hafið leikskólagöngu sína. Þegar er búið að hafa samband við foreldra allra þeirra barna sem um ræðir. 


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: