Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Alþingiskosningar 2021

21.9.2021

Alþingiskosningar


Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 25. september 2021. Kjörfundur á Seltjarnarnesi er frá kl. 9.00 til kl. 22.00 í Valhúsaskóla við Skólabraut og kosið er í þremur kjördeildum eins og í undanförnum kosningum. 

Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa kennivottorði eða nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar. Stafræn ökuskírteini eru tekin til greina. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörskránni afhentir fulltrúi í kjörstjórn honum einn kjörseðil. 

Kjörstjórn 

Yfirkjörstjórn á Seltjarnarnesi skipa: Árni Ármann Árnason, Pétur Kjartansson og Gunnlaugur Ástgeirsson. Aðsetur kjörstjórnar á kjördag verður í Valhúsaskóla, sími 5959 264. 

Kjörskrá 

Kjörskrá vegna alþingiskosninga 25. september 2021 liggur frammi í þjónustuveri á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, frá og með 15. september sl. Ef einhverjar athugasemdir eru við kjörskrána ber að snúa sér með þær til bæjarstjóra. 

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla 

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram hjá sýslumönnum um allt land. Á höfuðborgarsvæðinu fer hún fram í Smáralind og Kringlunni og verður opið alla daga frá kl. 10:00 til 22:00. Á kjördag 25. september nk. verður einungis opið í Smáralind frá kl. 10:00 til 17:00. 


Nánari upplýsingar um alþingiskosningar er að finna á vef stjórnarráðsins.


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: