Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Undirritun samnings Seltjarnarnesbæjar og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða 

22.9.2021

Nýverið var undirritaður samningur á milli Seltjarnarnesbæjar og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða um endurborun SN-04 vinnsluborholu Hitaveitu Seltjarnarness. Um er að ræða afar umfangsmikið og flókið verkefni þar sem borinn Sleipnir er notaður til að bora niður á 2200 m dýpi eftir heitu vatni. Vonast er til að hún gefi a.m.k. 35 L7s af um eða yfir 115° heitu vatni og muni þannig tryggja Seltirningum nægt heitt vatn næstu árin. 

Á myndinni má sjá þegar Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Guðmundur Á. Böðvarsson framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða fögnuðu undirrituninni eins og nútímakröfur er varða sóttvarnir segja til um. 

Á myndinni má einnig sjá fv. Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar og Pétur Guðna Vilbergsson frá Strendingi ehf. en hann hefur daglega umsjón með framkvæmdinni.

Undirritun

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: