Endurbætur gatnamóta Suðurströnd-Nesvegur eru hafnar
18.10.2021
Nú eru hafnar umfangsmiklar framkvæmdir við endurbætur gatnamótanna við Suðurströnd og Nesveg sem hafa verið í undirbúningi um þónokkurt skeið. Framkvæmdin er tvíþætt:
- Annars vegar er um að ræða endurnýjun umferðarljósabúnaðar
- Hins vegar endurbætur gatnamótanna með sérstöku tilliti til öryggis gangandi og hjólandi vegfarenda sem og fegrunar götunnar.
Framkvæmdin felur í sér breikkun stíga og bætt aðgengi sjónskertra. Umferðareyjur verða endurgerðar, stígar breikkaðir og lýsing endurbætt. Umferðarljósin verða endurnýjuð með tilheyrandi jarðvinnu, skurð- og strenglögnum ásamt yfirborðsfrágangi.
Það eru Seltjarnarnesbær og Vegagerðin sem eru verkkaupar að framkvæmdinni. VSÓ Ráðgjöf sá um alla hönnun en Loftorka sér um framkvæmdina. Áætluð verklok eru í desember 2021.
Á meðan á framkvæmdunum stendur verða settar upp greinargóðar merkingar og umferð gangandi og akandi verður lítið skert hins vegar hvetjum við alla til að fara varlega og sýna tillitsemi á verkstað. Foreldrar ennfremur hvattir til að upplýsa börn sín. Gangbrautarvarsla verður á morgnanna út allan verktímann.