Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Borverki við nýja borholu hitaveitunnar lokið fyrr en áætlað var

25.10.2021

Borholuframkvæmd Hitaveitu Seltjarnarness vestan Bygggarða hefur gengið framar vonum og mun hraðar en áætlað var. Borunin var nánast hnökralaus en borað var niður í tæpa 2200 metra. Holan er vel opin og gefur að lágmarki um 40 L/sek. Tæki og áhöld verða fjarlægð á næstu dögum en þá tekur við frágangur við borholuhúsið og lóðina.

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar hafa unnið hörðum höndum við þetta umfangsmikla verkefni ásamt fjölmörgum utanaðkomandi sérfræðingum. Á myndinni má sjá starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar á verkstað, frá vinstri: Jón, Anton, Jóhannes Geir, Ari, Moses, Sveinn Vilberg og Hreinn. 

BorholuframkvæmdirSenda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: