Öruggari stoppistöð Strætó við Suðurströnd virkar vel
Flutningi á stoppistöð Strætó við Íþróttamiðstöðina á Suðurströnd lauk í vikunni þegar að nýtt biðskýli var sett upp og leiðarnet Strætó uppfært með þeim hætti að strætisvagnarnir stoppa á mun öruggari stað en áður. Nýja staðsetningin virkar nú þegar vel en hún á að verða sýnileg í Strætó-appinu frá og með morgundeginum 10. apríl.