Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Framkvæmdir við Nesveg hefjast mánudaginn 25. apríl

24.4.2022

Nú eru að hefjast mikilar framkvæmdir við endurnýjun malbiks á Nesveginum. Heildarverkið nær frá Vegamótum og fram yfir gatnamótin Nesvegur/Suðurströnd. Verkefnið mun kalla á töluverða tímabundna röskun umferðar en því verður haldið í lágmarki eins og hægt er. Fræsing götunnar verður unnin í þremur áföngum og malbikun í tveimur. Settar verða upp hjáleiðir og skýrar merkingar á verkstað þar sem loka þarf götum hverju sinni. Hér má sjá helstu upplýsingar um framkvæmdasvæðið og lokanir hvers dags.

Ökumenn og aðrir vegfarendur eru hvattir til að fara varlega í kringum framkvæmdasvæðið og á þeim hjáleiðum sem settar verða upp á verkstað sem og að virða allar tímabundnar takmarkanir.

Verkhluti 1 - Fræsing:


Mánudagurinn 25. apríl - Fræsing Nesvegar á milli Vegamóta og Skerjabrautar

ATH! Umferð frá Tjarnarmýri, Eiðsmýri og Kolbeinsmýri kemst um Suðurmýri fram hjá lokunum.Verkhluti 2 - Fræsing:


Þriðjudagur 26. apríl - Fræsing á Nesvegi á milli Skerjabrautar og Eiðistorgs

ATH Umferð frá  Skerjabraut verður hleypt fram hjá lokunum eins mikið og hægt er, ekki er gert ráð fyrir að hverfið lokist alveg nema í stutta stund rétt á meðan fræst er fram hjá gatnamótum, eftir það verður lokun færð ofan við gatnamótin.Verkhluti 3 - Fræsing:


Miðvikudagur 27. apríl - Fræsing Nesvegar yfir gatnamótin frá Eiðistorgi og að Hrólfskálamel

ATH! Gatnamót Suðurströnd / Nesvegur verða lokuð
Verkhluti 4 - Malbikun:


Miðvikudagur 4. maí -  Malbikun Nesvegar frá Hrólfskálamel að Skerjabraut


ATH Umferð frá  Skerjabraut verður hleypt fram hjá lokun eins mikið og hægt er, ekki er gert ráð fyrir að hverfið lokist alveg nema í stutta stund rétt á meðan malbikað er fram hjá gatnamótum, eftir það verður léttri umferð stýrt yfir gatnamótin og þyngri bílum aðstoðað framhjá. (byrja með lokun innan við gatnamót)

 Verkhluti 5 - Malbikun:


Fimmtudagur 5. maí - Malbikun Nesvegar frá Skerjabraut að Vegamótum


ATH! Umferð frá Tjarnarmýri, Eiðsmýri og Kolbeinsmýri kemst um Suðurmýri fram hjá lokunum.

 


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: