Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fyrirlestrar og námskeið fyrir starfsfólk í skólasamfélaginu á Seltjarnarnesi

2.2.2005

Fræðslufundur um jafnréttismál haldinn í boði Jafnréttisnefndar Seltjarnarness.

Þann 4. janúar sl. var haldinn fræðslufundur fyrir starfsfólk leikskólanna um jafnréttismál. Kristín Ólafssdóttir jafnréttisfulltrúi hélt námskeiðið og var góður rómur gerður að máli hennar.

Kristín ÓlafsdóttirKristín lagði áherslu á að samstaða, jákvæð samskipti og samvinna kynja væri leið til jafnréttis. Mikilvægt væri að stúlkur og drengir ættu sama rétt og hefðu sömu skyldur og að mæta þyrfti þörfum sérhvers barns óháð kyni. Öll börn ættu að njóta sömu hvatningar og örvunar til að taka þátt í þeim viðfangsefnum sem í boði væru og stuðlað væri að því viðhorfi að eðlilegt sé að bæði drengir og stúlkur leiki sér með allt leikefni og taki jafnt þátt öllum leikjum í leikskólunum.
 

Sameiginlegur fræðslufundur á skipulagsdegi leik- og grunnskóla.

Á undanförnum árum hafa námskeiðs- og skipulagsdagar í leik- og grunnskólum á Seltjarnarnesi verið samræmdir. Þann 24. janúar sl. var haldinn sameiginlegur fræðslufundur fyrir starfsfólk skólanna.

Steinunn I. StefánsdóttirSteinunn I Stefánsdóttir, B.A. í sálfræði, M.Sc. í viðskiptasálfræði og M.Sc. í streitufræðum hélt erindi sem hún kallaði: „Orkustjórnun í dagsins önn“. Markmiðið var að vekja þátttakendur til umhugsunar um hvernig þeir nýta andlega og líkamlega orku sína í daglegu starfi og hvernig þeir geta aukið vellíðan sína og lífs- og starfsleikni.

Fræðslufundurinn ver vel sóttur og mættu um 120 manns. Góður rómur var gerður að erindi Steinunnar Ingu. Jóhannes Már Gunnarsson matreiðslumeistari í Mýrarhúsaskóla bauð fundarmönnum upp á dýrindis morgunverðarhlaðborð sem þátttakendur kunnu vel að meta.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: