Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Varptíminn er hafinn! Sumarlokun í Gróttu og hundabann á Vestursvæðunum

3.5.2022

Nú er varptími fuglanna genginn í garð og því tekur í gildi sumarlokun og ferðabann um friðlandið við Gróttu sem stendur frá 1. maí – 31. júlí. Á þessum tíma eru gangandi vegfarendur hvattir til að sýna tillitsemi, alls óheimilt að vera með hunda á vestursvæðunum sem og eru kattaeigendur hvattir til að setja bjöllur á sína ketti og halda þeim innandyra fram yfir varptímann. Sjóiðkendum er jafnframt bent á að stunda sjóíþróttir norðan- og sunnan Seltjarnarness í stað Seltjarnar á varptímanum.

Rauða línan og skástrikin á kortinu marka vestursvæðin og friðlandið þar sem hundabann gildir. Annars staðar á Seltjarnarnesi gildir hefðbundin regla þ.e. Lausaganga hunda er bönnuð á Seltjarnarnesi.
  MUNA! Bjöllu á kettina vegna ungana

   

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: