Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

NeshlaupTrimmklúbbs Seltjarnarness (TKS) verður laugardaginn 7. maí

3.5.2022

Laugardaginn 7. maí nk. stendur Trimmklúbbur Seltjarnarness (TKS) fyrir Neshlaupinu í samstarfi við Seltjarnarnesbæ. Hlaupið hefur verið árviss viðburður um árabil en hlaupið er nú haldið í 33. sinn og nýtur mikilla vinsælda meðal götuhlaupara og skemmtiskokkara. Um það bil 30 félagar í TKS sjá um framkvæmd hlaupsins sem er einn af stærstu viðburðum á Nesinu á ári hverju.

Vegalengdir

Hægt er að velja um þrjár vegalengdir í hlaupinu sem hefst kl. 11:00 við íþróttamiðstöðina.

  • 3,25 km
  • 7,5 km
  • 15 km.

Skráning, keppnisgjald og verðlaun

Forskráning í hlaupið fer fram á vefsíðunni www.hlaup.is en henni lýkur föstudaginn 6. maí kl. 22:30. Eftir að forskráningu lýkur hækkar skráningargjaldið úr 2.000 kr. í 2.500 kr. og þátttakendur því hvattir til að forská sig tímanlega.

Skráning á staðnum og afhending á hlaupagögnum fer fram í íþróttahúsinu á milli kl. 9:00 - 10:45 á hlaupadaginn en hlaupið hefst kl. 11. Ókeypis er fyrir 16 ára og yngri (f. 2006 og síðar).

Veittir eru verðlaunapeningar fyrir fyrstu þrjú sæti í öllum vegalengdum. Þá verða dregnir út fjölmargir útdráttarvinningar.

Neshlaupið er fyrir alla fjölskylduna

Hlaupið er fyrir alla fjölskylduna þar sem hver og einn getur fundið sér vegalengd við sitt hæfi. Hlaupið er því tilvalið til að draga fram íþróttaskóna og vera með í skemmtilegri tilbreytingu.

Í Neshlaupinu er jafnan líf og fjör og að loknu hlaupinu er þátttakendum boðið frítt í sund gegn framvísun hlaupanúmeri. Þar er hægt að slappa af í heitu pottunum og gufunni.

Hlaupið er að þessu sinni sérstaklega tileinkað 55 ára afmæli Gróttu og hvetur TKS fjölskyldur á Nesinu sérstaklega til þess að taka þátt í Neshlaupinu af því tilefni og jafnvel klæðast litum Gróttu í hlaupinu.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: