Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Sveitarstjórnakosningar 14. maí 2022

6.5.2022

Kjörfundur á Seltjarnarnesi er frá kl. 9:00 til kl. 22:00 í Valhúsaskóla við Skólabraut

Flokkun og undirbúningur talningar fer fram á sama stað og hefst kl. 19:00 þann 14. maí 2022.Talning hefst svo fljótt sem verða má að kjörfundi loknum kl. 22:00.


Kjörskrá Seltjarnarnesbæjar er almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, 1. hæð, á opnunartíma skrifstofunnar.

Kjörfundur á Seltjarnarnesi þann 14. maí 2022 er í Valhúsaskóla við Skólabraut og hefst kl. 9:00 og lýkur 22:00.

Kosið er í þremur kjördeildum eins og verið hefur í undanförnum kosningum.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram hjá sýslumönnum um allt land. Á höfuðborgarsvæðinu fer hún fram í Holtagörðum, 2. hæð og er opið alla daga frá kl. 10:00-22:00. Á kjördag 14. maí nk. verður opið frá kl. 10:00-17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.

www.kosning.is - kosningavefur dómsmálaráðuneytisins er með ýmsar gagnlegar upplýsingar um kosningarnar.

Munið eftir persónuskilríkjum


Yfirkjörstjórn á Seltjarnarnesi skipa: Árni Ármann Árnason, Pétur Kjartansson og Gunnlaugur Ástgeirsson. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður í Valhúsaskóla, sími 5959264.

F.h. yfirkjörstjórnar
Árni Ármann Árnason, formaður

kosn


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: