Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Sendinefnd frá Búlgaríu skoðar starfsemi Hitaveitu Seltjarnarness

21.9.2022

20 manna sendinefnd frá 8 sveitarfélögum í Búlgaríu sótti Seltjarnarnesið heim í gær til að kynna sér starfsemi hitaveitu Seltjarnarness. Heimsóknin var í tengslum við áætlun uppbyggingarsjóðs EES um endurnýjanlega orku. Starfsmenn hitaveitunnar tóku á móti vel á móti gestunum, leiddu þá í gegnum sögu okkar einstöku hitaveitu, starfsemina og framtíðarsýnina.

Eftir stutta yfirferð og kynningu í bæjarstjórnarsalnum var farið með hópinn að skoða borholu 12 og þaðan að listaverkinu Bollasteinn eftir Ólöfu Nordal. Að sjálfsögðu var svo boðið upp á heimaverkaðan kæstan hákarl við Hákarlahjallinn en hann fór víst mis vel ofan í búlgörsku gestina!Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: