Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Lögreglunni afhentar myndir

9.2.2005

Ingimundur Helgason, Jónmundur Guðmarsson, Sæmundur Pálsson, Geirjón ÞórissonJónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, afhenti Geirjóni Þórissyni, yfirlögregluþjóni Lögreglunnar í Reykjavík á dögunum myndir af þeim lögreglumönnum sem hvað lengst störfuðu á Seltjarnarnesi á meðan það var sjálfstætt lögregluumdæmi. Þetta eru þeir Ingimundur Helgason og Sæmundur Pálsson og voru þeir viðstaddir afhendinguna ásamt núverandi varðstjóra lögreglustöðvarinnar á Eiðistorgi, Eiði Eiðssyni.

Ingimundur Helgason, Eiður Eiðsson, Sæmundur PálssonÞeir Ingimundur og Sæmundur störfuðu á Seltjarnarnesi í samtals rúmlega 50 ár og eru mörgum íbúum bæjarins minnisstæðir og kærir fyrir vel unnin störf og alúðlega framkomu við Seltirninga. Myndirnar verða varðveittar á lögreglustöðinni á Eiðistorgi sem hluti af sögu lögreglunnar.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: