Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Gróttu stúlkur og drengir standa sig sig vel

18.2.2005

Gymnova þrepamót FSÍ í Laugardagshöll.

Fimleikadeild Gróttu 5. þrepFimleikadeild Gróttu stóð sig vel í Gymnova þrepamóti FSÍ í áhaldafimleik sem haldið var í Laugardagshöll helgina 29. – 30. janúar sl. Þetta mót er eitt fjölmennasta fimleikamót ársins, en þátt tóku um 250 stúlkur og drengir á aldrinum 9-16 ára frá 10 félögum. Keppnin var aldursskipt og voru keppnishóparnir alls 17. Hjá stúlkum var keppt á fjórum áhöldum en drengir kepptu á sex áhöldum. Fimleikadeild Gróttu - 3ja og 4ja þrep ásamt þjálfurumVeitt voru verðlaun fyrir árangur á einstökum áhöldum og fyrir fjölþraut þ.e. samanlagður árangur í keppni á öllum áhöldum.

Keppendur Gróttu stóðu sig afbragðsvel á þessu móti og í heildina fengu þau 29 verðlaunapeninga. Grótta átti fjölþrautar-meistar í Fimleikadeild Grottu Helga Kristin Einarsdóttirfjórum hópum,  þær Tinnu Óðinsdóttur,  Dominó Belany, Helgu Kristínu Einarsdóttur og Evu Katrínu Friðgeirsdóttur. Þjálfarar keppenda Gróttu á þessu móti voru Ásdís Björk Pétursdóttir, Lára Ragnarsdóttir Constanín Antonow og Guðrún María Jónsdóttir.

Íslands- og meistaramót í almennum fimleikum í Vestmanneyjum.

Fimleikadeild Grottu Elin Margret BjörnsdóttirHelgina  5. og 6. febrúar fór fram Íslandsmót og meistaramót í almennum fimleikum, var það haldið í Vestmannaeyjum.  Guðrún María Johnsson, Anja R. Egilsdóttir og Edda R. Kjartansdóttir unnu til verðlauna á Íslandsmótinu sem fór fram á laugardeginum.

Á Meistaramótinu sem var á sunnudeginum eignaðist Grótta meistara í 2 þrepi, 12 ára og yngri, en það var Elín Margrét Fimleikadeild GrottuBjörnsdóttir. Í öðru sæti varð Marta María Árnadóttir. Þjálfarar stúlknanna eru Gabríella Belany og henni til aðstoðar er Constantín Antonov.

 

Stjörnutromp.

Sunnudaginn 13. febrúar kepptu þrír hópar frá Gróttu á Stjörnutrompi, þar lenti T-2 í fyrsta sæti, T-1 í öðru sæti og T-3 í fjórða sæti.  Góður árangur hjá þessum hópum.

Fimleikadeild Grottu -T1

 

Á vefnum www.fimleikar.is er hægt að sjá öll úrslit og ýmar upplýsingar varðandi fimleika.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: