Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Íbúar geta haft áhrif á forgangsröðun tenginga.

4.3.2005

Íbúafundur í Valhúsaskóla. Jónmundur Guðmarsson og Valgerður Skúladóttir tala saman um myndsímaSíðari íbúafundurinn um ljósleiðaraframkvæmdina var haldinn í Valhúsaskóla í gærkvöldi. Fundurinn var ekki síður vel sóttur en sá fyrri en alls komu um 100 manns á fundinn. Mikill áhugi var á málinu hjá fundargestum sem spurðu margra gagnlegra spurninga. Fundarstjórinn, Jónmundur Guðmarsson, hringdi með myndsíma í Valgerði Skúladóttur, framkvæmdastjóra Sensa sem ávarpaði fundinn. Hún óskaði Seltirningum til hamingju með að vera kominn í forystu sveitarfélaga í því að veita íbúum aðgang að fullkominni gagnaflutningsleið. Á fundinum kom fram að íbúar geta haft áhrif á röð framkvæmda með því að lýsa yfir áhuga á að vera í forgangi. Það er hægt t.d. með því að fara inn á www.4v.is og skrá heimilisfang sitt þar. Hnappur á síðunna er einnig á forsíðu heimasíðu Seltjarnarnesbæjar. Kynning á ljósleiðaraframkvæmd á Seltjarnarnesi. Halldór AxelssonNokkuð var spurt um aðkomu eða kostnað íbúa og kom fram í því sambandi að íbúar Seltjarnarness munu fá þann endabúnað sem þörf er á án endurgjalds. Þau tæki sem fyrir eru á heimilum geta nýtt kosti ljósleiðaratengingar og er þannig ekki þörf á að fjárfesta í nýjum tækjum. Sú þjónusta sem íbúar taka við í gegnum loftnet eða öðrum dreifleiðum er í boði á ljósleiðara og ættu því ýmis tæknilegar truflanir og vandamál að hverfa með tengingunni.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: