Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Gott gengi Fimleikadeildar Gróttu

8.3.2005

Fimleikadeild Gróttu 3. þrepÞorramót í fimleikum var haldið 25. febr. sl. í Bjarkarhúsinu í Hafnarfirði. Var það fyrsta mót ársins í frjálsri gráðu. Grótta sendi 6 stúlkur á það mót. Keppt var í tveimur aldurshópum hjá stúlkunum. Í unglingaflokki 15 ára og yngri lenti Fanney Hauksdóttir í 3ja sæti samanlagt. Í eldri flokk sigraði Sif Pálsdóttir en hún varð jafnframt hæst yfir mótið og Hera Jóhannesdóttir varð í 3ja sæti.

Fimleikadeild Gróttu 4. þrepBikarmót FSÍ í hóp- og áhaldafimleikum var haldið á Seltjarnarnesi dagana 4.-6. mars sl. en fimleikadeild Gróttu var mótshaldari. 

Grótta átti lið í meistaraflokki, 3ja og 5. þrepi stúlkna og 4. þrepi pilta. Hörð og skemmtileg keppni var í öllum þessum hópum og varð Grótta bikarmeistari í 3ja þrepi. Meistaraflokkurinn  og Fimleikadeild Gróttu 5. þrep5. þrepið varð í öðru sæti. Strákarnir lentu í 4. sæti sem er góður árangur en þeir eru að taka þátt í bikarkeppni í fyrsta skipti.

Grótta átti stigahæstu einstaklingana í meistaraflokki, Fimleikadeild Gróttu - MeistaraflokkurSif Pálsdóttur og Helgu Kristínu Einarsdóttur í 5. þrepi. Domínó Belany varð í öðru sæti í 3ja þrepi.

Framundan er Íslandsmót þann 12. mars. og helgina 18.-.20 mars verður keppt í hóp- og áhaldafimleikum.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: