Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Foreldrar ánægðir með skólann

30.3.2005

Nemendur Grunnskóla Seltjarnarness - MýrarhúsaskóliFyrir skömmu var gerð könnun á viðhorfum foreldra til skólastarfs Grunnskóla Seltjarnarness. Könnunin var eins og áður gerð á rafrænu formi í tengslum við foreldradag. Kannanir sem þessar eru liður í sjálfsmati skólans og er markvisst unnið með niðurstöður þeirra.

Miðað við niðurstöður viðhorfakönnunar foreldra er ljóst að yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefur jákvæða afstöðu til skólans. Sem dæmi um þetta svara rúmlega 98% þátttakenda því jákvætt að þeir treysti starfsmönnum skólans og að þeir séu velkomnir í skólann. Um 93% telja skólann njóta virðingar í samfélaginu og 98% segja að barni þeirra líði vel í skólanum.

Í könnuninni var spurt um viðhorf foreldra til vetrarfría og kom í ljós að um 68% þeirra eru hlynntir þeim. Þegar spurt var um hvort foreldrar myndu frekar kjósa vetrarfrí eða lengingu sumarfrís kemur í ljós að um helmingur styður vetrarfrí og helmingur lengingu sumarfrís.

Nemendur Grunnskóla Seltjarnarness - Mýrarhúsaskóli


Hægt er að nálgast niðurstöður könnunarinnar í pdf formi hér.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: