Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Niðurstöður rannsóknar um vímuefnaneysla ungs fólks á Seltjarnarnesi kynntar

15.4.2005

Vímuefnaneysla ungs fólks á Seltjarnarnesi 2004Á fundi með foreldrafélagi Valhúsaskóla þann 12. apríl sl. voru kynntar niðurstöður á rannsókn sem Rannsóknir og Greining gerði um vímuefnaneyslu nemenda í 9. og 10. bekk s.l. vor.

Í ljós kom að unglingarnir á Nesinu standa sig mjög vel. Það er minni vímuefnaneysla meðal þeirra en meðaltal á landinu í heild sem og á höfuðborgarsvæðinu. Einnig kom í ljós að vímuefnaneysla unglinganna hefur minnkað umtalsvert á síðustu árum.

Verulegur árangur hefur náðst í forvörnum hér á landi. Árið 1995 voru íslenskir unglingar með háa tíðni á meiðslum og slysum vegna áfengisneyslu, eins drukku þeir oftar áfengi en flestir aðrir. Nú 8 árum síðar er stór munur til batnaðar á drykkjumynstri íslenskra unglinga. Greinilegt er að hér á landi hefur náðst betri árangur í að breyta drykkjuvenjum unglinga en flestar nágranna þjóðir okkar.

Hér er hægt að nálgast kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: