Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltirningar mjög áhugsamir um ljósleiðarann

26.4.2005

Gallup könnun - ljósleiðariFramkvæmdir við ljósleiðaraverkefni ganga að mestu samkvæmt áætlun. Fyrir nokkru gerði Gallup viðhorfskönnun meðal Seltirninga en niðurstöður hennar verða nýttar við gerð endanlegrar verkáætlunar. Svörin voru greind eftir hverfum en þar var meðal annars spurt út í áhuga íbúa á tengingu ásamt fleiru sem tengist nýtingu ljósleiðarakerfisins.

Miðað við niðurstöður könnunarinnar er mikill almennur áhugi meðal Seltirninga á að tengjast ljósleiðaranetinu. Yfir 86% þeirra sem afstöðu tóku sögðust hafa mikinn eða mjög mikinn áhuga á tengingu en einungis 5% lítinn eða engan áhuga. Einnig sögðust meira en 90% gera ráð fyrir að nýta tenginguna þegar hún byðist og um 75% vilja fá aðgang innan tveggja ára.

Gallup könnun - ljósleiðari

 

Gallup könnun - ljósleiðari 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: