Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

85% íbúa segja þjónustu bæjarins góða

6.5.2005

Stór meirihluti Seltirninga er ánægður með þjónustu bæjarins samkvæmt ítarlegri viðhorfakönnun sem gerð var af Gallup fyrir skemstu. Af aðspurðum telja rúmlega 85% þjónustu bæjarins á heildina litið vera góða. Athygli vekur að einungis tæp 3% telja hana slæma en 12% segja þjónustuna hvorki góða né slæma.

Þjónusta bæjarins

Starfsmenn bæjarins þykja sömuleiðis almennt kurteisir og þjónustulundaðir ef marka má könnunina. Um 90% bæjarbúa telja viðmót og framkomu þeirra góða á meðan einungis rúmlega 2% telja hana slæma.

Bæjarstjórinn, Jónmundur Guðmarsson, segir þessa niðurstöðu einkar ánægjulega. „Þessi góða niðurstaða sýnir að við höfum verið að gera ágæta hluti en jafnframt felst í niðurstöðunum hvatning til að gera enn betur í framtíðinni.“ Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: