Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Umferðardagar

6.5.2005

Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um öryggi í umferðinni í Grunnskóla Seltjarnarness dagana 4. og 6. maí.

Kennarar munu leggja aukna áherslu á að ræða við nemendur um hættur í umferðinni og notkun hjálma ásamt því að vinna verkefni tengd umferðinni.

Teikning af SeltjarnarnesiÖrn Kr. Arnarson íþróttakennari í Valhúsaskóla var með fræðslu fyrir nemendur í 10. bekk í sl. viku um forvarnir og öryggi í umferðinni, en senn að líður að því að þessir nemendur megi byrja að læra á bíl. Nemendum var m.a. sýnt myndband sem fjallar um stúlku sem lenti í alvarlegu umferðarslysi þegar hún var sextán ára og fjallað var um hvaða afleiðingar það hafði fyrir hana og fjölskyldu hennar.

Vakin er athygli á því að hraðaskilti sem sýnir ökumönnum á hvaða hraða þeir aka er staðsett til skiptis á nokkrum stöðum í bænum.

Lögreglan og fulltrúi frá Umferðaskólanum "Ungir vegfarendur" fræða elstu börn leikskólanna um hættur og öryggi í umferðinni en þessi hópur byrjar í grunnskóla næsta haust.

Slysvarnardeild kvenna verður með árlega reiðhjólaskoðun 7. maí á lóð Mýrarhúsaskóla. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnum sínum og láta yfirfara hjólin og hjálmana og munum að það er aldrei of varlega farið.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: