Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar- bæjarsjóður og samstæða skila hagnaði

24.5.2005

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2004 er komin út. Eins og í fyrra er henni dreift inn á hvert heimili á Seltjarnarnesi en það er liður í þeirri stefnu bæjaryfirvalda að auka upplýsingastreymi til bæjarbúa.

Í ársskýrslunni kemur m.a. fram að veltufjárhlutfall bæjarsjóðs er 2,13 og hefur sjaldan verið sterkara. Greiðslustaða hefur því farið verulega batnandi á kjörtímabilinu. Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri bæjarsjóðs um 209 milljónum króna og styrkist um 32% á milli ára. Bolmagn bæjarins til framkvæmda og fjárfestinga eykst að sama skapi. Veltufé frá rekstri í samstæðu hækkar einnig á milli ára eða um 50%. Handbært fé frá rekstri nam um 240 milljónum, fjárfestingar samstæðu námu 86,8 milljónum króna og hækka um 46% frá fyrra ári.

Fjármögnunarhreyfingar námu samtals um 61 milljón og er um að ræða áframhaldandi niðurgreiðslu langtímalána en engin ný langtímalán voru tekin á árinu. Hækkun á handbæru fé á árinu nam um 75 milljónum króna og var handbært fé sveitarfélagsins í árslok um 110 mkr. og hækkar því um tæp 70% á milli ára.

Ársskýrslan ber með sér að vel hefur tekist til á síðasta ári og stöðugleiki ríkir í rekstri bæjarins þrátt fyrir miklar framkvæmdir auk þess sem afkoma fer enn batnandi. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs er í ágætu samræmi við fjárhagsáætlun, skuldir og skuldbindingar lækka og veltufjárhlutfall styrkist verulega

Sjá Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar fyrir 2004Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: